Ýmis bréf

Fyrirsagnalisti

Aðild Öldrunarheimila Akureyrar að sameiginlegu sjúkraskrárkerfi fyrir heilbrigðisstofnanir á Norðurlandi

Sjúkrahúsið á Akureyri, f.h. heilbrigðisstofnana á Norðurlandi, tilkynnti Persónuvernd um að Öldrunarheimili Akureyrar hefðu óskað eftir því að rafrænt sjúkraskrárkerfi þeirra yrði hluti af sameiginlegu sjúkraskrárkerfi fyrir heilbrigðisstofnanir á Norðurlandi. Persónuvernd gerði ekki, eins og á stóð, athugasemdir við slíkt, þ.e. að Öldrunarheimili Akureyrar gengu inn í umræddan samning og gerðust þar með aðilar að sameiginlegu sjúkraskrárkerfi heilbrigðisstofnana á Norðurlandi.

Bréf Persónuverndar til Íslenskrar erfðagreiningar varðandi söfnun lífsýna vegna erfðarannsókna

Persónuvernd hefur sent Íslenskri erfðagreiningu ehf. (ÍE) bréf af tilefni söfnunar á lífsýnum frá einstaklingum sem boðin er þátttaka í samanburðarhópi vegna erfðarannsókna á vegum fyrirtækisins. Í bréfinu er óskað tillagna ÍE um hvernig gætt verði að því að einstaklingar fái lágmarksumþóttunartíma þegar leitað er samþykkis þeirra til þátttöku í vísindaverkefnum.

Bréf Persónuverndar til Íslenskrar erfðagreiningar af tilefni söfnunar lífsýna vegna erfðarannsókna

Persónuvernd hefur sent Íslenskri erfðagreiningu ehf. (ÍE) bréf af tilefni söfnunar á lífsýnum frá einstaklingum sem boðin er þátttaka í samanburðarhópi vegna erfðarannsókna á vegum fyrirtækisins. Í bréfinu er óskað tillagna ÍE um hvernig gætt verði að því að einstaklingar fái lágmarksumþóttunartíma þegar leitað er samþykkis þeirra til þátttöku í vísindaverkefnum.

Niðurstöður vinnuhóps um upplýsingasöfnun Bandaríkjastjórnar á Netinu

Sameiginlegur vinnuhópur ESB og bandarískra stjórnvalda, sem komið var á fót í kjölfar fregna af vinnslu bandarískra stjórnvalda, einkum bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar, á persónuupplýsingum um almenning í ríkjum á EES, hefur nú lokið störfum og skilað niðurstöðum sínum.

Úttekt persónuverndarstofnunar í Lúxemborg á öryggi gagna hjá Skype og Microsoft

Systurstofnun Persónuverndar í Lúxemborg hefur á undanförnum mánuðum staðið fyrir úttekt á vinnslu persónuupplýsinga hjá dótturfyrirtækjum bandarísku fyrirtækjanna Skype og Microsoft þar í landi. Niðurstöður hennar liggur nú fyrir og leiddi hún ekki í ljós að þessi dótturfélög hefðu veitt bandarísku þjóðaröryggisstofnuninni aðgang að upplýsingum um evrópska viðskiptavini fyrirtækjanna. Þá benda niðurstöður úttektarinnar til þess að flutningur persónuupplýsinga frá fyrirtækjunum til tengdra félaga í Bandaríkjunum fullnægi þeim skilyrðum sem gerð eru fyrir flutningi upplýsinga í svonefndar „öruggar hafnir“ (e. Safe Harbour Principles).

Rannsókn evrópskra persónuverndarstofnana á öryggi SWIFT greiðslumiðlunar

Persónuvernd og systurstofnanir hennar í öðrum Evrópuríkjum eiga með sér náið samstarf, einkum um álitaefni sem varða vinnslu persónuupplýsinga í fleiri en einu ríki á Evrópska efnahagssvæðinu og vinnslu sem felur í sér flutning persónuupplýsinga milli ríkja. Nú hafa persónuverndarstofnanir í Hollandi og Belgíu hafið úttekt á alþjóðlega greiðslumiðlunarkerfinu SWIFT, í ljósi ábendinga um að erlendar leyniþjónustur, hugsanlega bandaríska þjóðaröryggisstofnunin, kunni að hafa öðlast ólögmætan aðgang að kerfinu.

Svar við fyrirspurn varðandi öflun fjárhagsupplýsinga um maka

Persónuvernd barst fyrirspurn A yfir því að Drómi hefði gert kröfu um að fá fjárhagsupplýsingar um hana þegar samið var við maka hennar (B) um stöðu skulda hans. Að öðrum kosti yrði ekki gengið til samninga við B. Upplýsingarnar hafði B sent Dróma með tölvupósti. A taldi hafa verið um afarkosti að ræða en ekki frjálst samþykki.  Persónuvernd taldi ekki liggja fyrir að A hafi veitt "samþykki" í lagaskilningi

Reglur fyrirtækis um aðgang að tölvupósti starfsmanna

Persónuvernd hefur svarað fyrirspurn fyrirtækis um fyrirhugaða setningu reglna um skoðun á tölvupósti starfsmanna sinna. Í svarinu bendir Persónuvernd á að öll slík skoðun þurfi að eiga sér heimild, þ.e. styðjast við eitthvert af ákvæðum 1. mgr. 8. gr. laga nr. 77/2000. Það verði að meta tilviksbundið. Um framkvæmd skoðunar er bent á reglur Persónuverndar nr. 837/2006 um rafræna vöktun og meðferð persónuupplýsinga sem verða til við rafræna vöktun.
Síða 3 af 10


Var efnið hjálplegt? Nei