Ýmis bréf
Fyrirsagnalisti
Réttur foreldra til vitneskju um símnotkun barna sinna
Persónuvernd veitti fjarskipafyrirtæki leiðbeinandi svar um rétt foreldra til vitneskju um símnotkun barna sinna, þ.e. barna sem nota Frelsi en eru þó skráðir notendur tiltekins númers. Persónuvernd vísaði til inntaks forsjár og að í henni felst m.a. sú skylda að vernda barn gegn andlegu og líkamlegu ofbeldi og annarri vanvirðandi háttsemi. Einnig var vísað til þess að almennt fara foreldrar með upplýsingarétt barna sinna og meginreglan er sú að þeir geta fengið slíkar upplýsingar.
Umboðsmaður lýkur máli varðandi eftirlitsmyndavél
Upplýsingar um Íslendinga sem hafa ætlað að gifta sig erlendis
Persónuvernd hefur veitt innanríkisráðuneytinu álit um heimild þess að afhenda Útlendingastofnun vottorð sem það hefur gefið íslenskum ríkisborgurum sem hafa ætlað utan til að gifta sig. Í álitinu segir m.a. að að því marki sem þessi vottorð séu Útlendingastofnun nauðsynleg til að geta framfylgt lögum um dvalarleyfi samrýmist miðlunin reglum persónuverndarlaga.
Upplýsingar um Íslendinga sem hafa ætlað að gifta sig erlendis
Skráning búðarhnupls ólögráða
Persónuvernd hefur svarað erindi Árborgar um viðbragðsáætlun vegna brota barna og ungmenna. Í áætluninni var gert ráð fyrir að búðir myndu skrá nöfn og kennitölur barna/ungmenna sem talin væru hnupla úr búðum, og um viðbrögð þeirra og framkomu. Persónuvernd taldi ekki vera heimilt að búðir gerðu skrár um þessi börn. Hins vegar gæti þeim verið lögskylt að senda tilkynningar til barnaverndarnefndar.