Fréttir
Fyrirsagnalisti
Ráðgjöf Persónuverndar til embættis landlæknis vegna Bluetooth-uppfærslu smitrakningarforrits
Þann 26. mars síðastliðinn barst Persónuvernd beiðni frá embætti landlæknis um fyrirframsamráð vegna uppfærslu smitrakningarforritsins Rakningar C-19 sem gefið hefur verið út fyrir farsíma. Með uppfærslunni er fyrirhugað að nýta Bluetooth-tækni í þágu rakningar Covid-19 smita í stað GPS-staðsetningarupplýsinga. Þann 14. apríl síðastliðinn veitti Persónuvernd embætti landlæknis ráðgjöf vegna þeirrar vinnslu persónuupplýsinga sem fyrirhuguð er með uppfærslunni. Stofnunin taldi hins vegar ekki ástæðu til að ætla að vinnslan, eins og henni var lýst erindi embættis landlæknis, myndi brjóta í bága í við ákvæði laga nr. 90/2018 eða reglugerðar (ESB) 2016/679. Sú afstaða væri þó háð því að embættið færi að þeim fyrirmælum sem stofnunin veitti, sem lutu meðal annars að því hvernig staðið yrði að fræðslu til notenda forritsins um vinnsluna.
Öryggisbrestur hjá LinkedIn
Fréttatilkynning frá ítölsku persónuverndarstofnuninni
Persónuverndarstofnunin á Ítalíu hefur hafið rannsókn á öryggisbresti hjá LinkedIn sem leiddi til þess að óviðkomandi fengu aðgang að persónuupplýsingum um notendur samfélagsmiðilsins. Notendur LinkedIn eru hvattir til að vera á varðbergi, meðal annars vegna hættu á auðkennisþjófnaði.
Upplýsingar um 31 þúsund Íslendinga birtar á umræðuvettvangi hakkara – yfirlýsing írsku persónuverndarstofnunarinnar
Írska persónuverndarstofnunin (DPC) hefur birt yfirlýsingu á vefsíðu sinni vegna birtingar gagnasafna á umræðuvettvangi hakkara. Samkvæmt yfirlýsingunni virðast umrædd gögn vera frá Facebook. Höfuðstöðvar Facebook á Evrópska efnahagsvæðinu eru á Írlandi og telst því DPC vera forystueftirlitsstjórnvald gagnvart fyrirtækinu.