Fréttir
Fyrirsagnalisti
„Sandkassi“ sem öruggt umhverfi fyrir þróun ábyrgrar gervigreindar
Persónuvernd, í samstarfi við Embætti landlæknis og Stafrænt Ísland, hyggst setja á fót svokallaðan sandkassa (e. regulatory sandbox) fyrir fyrirtæki sem hafa hug á að þróa gervigreind í heilbrigðisþjónustu.
Um er að ræða tilraunaverkefni sem stefnt er að ljúki í lok maí með útgáfu leiðbeininga og niðurstaðna um þær persónuverndaráskoranir sem viðkomandi fyrirtæki stóðu frammi fyrir og hvernig leyst var úr þeim, m.a. með leiðbeiningum frá Persónuvernd.
Verkefnið er sett á fót að norskri og breskri fyrirmynd, en þó smærra í sniðum, þar sem um er að ræða tilraunaverkefni.
Opnað verður fyrir umsóknir þann 28. febrúar næstkomandi en í byrjun febrúar verða allar nánari upplýsingar um fyrirkomulag verkefnisins birtar á vef Persónuverndar.
Síða 11 af 55