Fréttir
Uppfærð persónuverndarstefna Persónuverndar
Persónuvernd hefur uppfært persónuverndarstefnu sína með hliðsjón af þeim breytingum sem orðið hafa á starfsemi hennar. Helsta breytingin er sú að í stað þess að Þjóðskrá Íslands sjái um rekstur tölvukerfa stofnunarinnar, flyst sá rekstur til Opinna Kerfa hf. Í persónuverndarstefnunni eru veittar upplýsingar um hvers konar persónuupplýsingar stofnunin vinnur með, í hvaða tilgangi það er gert, réttindi þín við vinnslu þinna persónuupplýsinga og hvernig öryggi þeirra er gætt.
Persónuverndarstefnu Persónuverndar má lesa í heild sinni á vefsíðu stofnunarinnar.