Fréttir
Tilkynningar til Persónuverndar vegna öryggisbrests í vefkerfinu Mentor
Tilkynningar til Persónuverndar vegna öryggisbrests í vefkerfinu Mentor eru nú til skoðunar hjá stofnuninni.
Þegar öryggisbrestur af þessu tagi uppgötvast hvílir sú skylda á ábyrgðaraðilum, sem í þessu tilviki eru skólarnir sem nota kerfið, að tilkynna öryggisbrestinn til Persónuverndar innan 72 klukkustunda frá því að hans varð vart. Þær tilkynningar sem þegar hafa borist Persónuvernd vegna málsins eru nú til skoðunar hjá stofnuninni. Ekki liggur fyrir hvenær niðurstöðu er að vænta.