Fréttir
Fyrirsagnalisti
Alþjóðlegi persónuverndardagurinn haldinn hátíðlegur
Alþjóðlegi persónuverndardagurinn er haldinn í 13. skiptið þann 28. janúar 2019.
Alþjóðlegi persónuverndardagurinn er haldinn í 13. skipti mánudaginn 28. janúar 2019. Á þessum degi standa persónuverndarstofnanir víða um heim fyrir kynningu og vitundarvakningu um málefni persónuverndar, í samstarfi við Evrópuráðið í Strasbourg.
Af þessu tilefni var grein eftir forstjóra Persónuverndar birt í Fréttablaðinu og á Vísi. Greinin ber yfirskriftina Vernd persónuupplýsinga - breytt heimsmynd.
Þá var önnur grein eftir forstjóra Persónuverndar birt í Morgunblaðinu um liðna helgi, en efni hennar má nálgast hér að neðan.
Að lokum er vakin athygli á því að Persónuvernd verður með bás á sýningarsvæði UT-messunnar sem haldin verður í Hörpunni 8. og 9. febrúar næstkomandi. Sýningarsvæðið er opið almenningi laugardaginn 9. febrúar og eru áhugasamir hvattir til þess að líta við og ræða við sérfræðinga Persónuverndar um allt sem tengist persónuvernd.
Franska Persónuverndarstofnunin sektar Google um 50 milljónir evra
Samþykki fyrir notkun persónuupplýsinga of flókið og ógagnsætt
Über sektað í mörgum Evrópulöndum vegna gagnaleka
Leigubílafyrirtækið Über hefur verið sektað um háar fjárhæðir í Bretlandi, Frakklandi, Hollandi og Ítalíu vegna rangra viðbragða við gagnaleka.
Snjallúr geta ógnað öryggi barna
Að gefnu tilefni ítrekar Persónuvernd að foreldrar, forráðamenn og aðrir hugi að öryggi og persónuvernd við kaup og notkun á gagnvirkum og nettengdum vörum fyrir börn, svo sem leikföngum og snjallúrum.
Persónuvernd hvetur þá sem kaupa slíkar vörur, hvort sem er hérlendis, erlendis eða í vefverslunum, að vera meðvitaðir um þær áhættur sem fylgja nettengdum vörum.
Ársskýrsla Persónuverndar 2017
Út er komin ársskýrsla Persónuverndar 2017.
Kynningarherferð Persónuverndar 2018 - upptökur og annað efni
Persónuvernd hélt í kynningarherferð um landið í október og nóvember 2018 þar sem áhugasömum var boðið að sækja kynningarfundi um nýju persónuverndarlöggjöfina. Lokafundurinn var haldinn í Reykjavík 26. nóvember sl. Upptökur og glærur frá þeim fundi má nú nálgast hér á vefsíðunni.
Niðurstaða Persónuverndar um tekjur.is
Persónuvernd hefur tekið ákvörðun í frumkvæðismáli vegna gagnagrunns með upplýsingum úr skattskrám fyrir árið 2016 sem gerður hafði verið aðgengilegur á vefsíðunni tekjur.is.
Fundaröð Persónuverndar hófst á Akureyri
Persónuvernd stóð fyrir fundi um nýja persónuverndarlöggjöf í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri 31. október.
Fundaröð Persónuverndar um nýja persónuverndarlöggjöf 2018 - upplýsingar og skráning þátttöku
Persónuvernd heldur í kynningarherferð um landið í október og nóvember þar sem áhugasömum verður boðið að sækja kynningarfundi um nýju persónuverndarlöggjöfina.