Málþing Vísindasiðanefndar um vísindarannsóknir á tímum Covid-19
Þann 13. janúar síðastliðinn boðaði Vísindasiðanefnd til opins málþings um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði á tímum Covid-19. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, var meðal þeirra sem fluttu erindi á málþinginu.
Markmið fundarins var að leiða saman fulltrúa rannsóknasamfélagsins, heilbrigðisyfirvalda og eftirlitsaðila til að ræða þá möguleika og þær áskoranir sem felast í rannsóknum meðan á faraldri stendur. Til dæmis hafa vaknað spurningar um hvort núverandi regluumhverfi henti fyrir slíkar aðstæður og hvernig hagsmunum þátttakenda er best borgið.
Þátttakendur á málþinginu fluttu framsöguerindi um reynslu síðustu mánaða og komu saman í pallborði. Fundinum var streymt en upptaka af honum er aðgengileg hér.
Dagskrá málþingsins
13.05 Ávarp, Sunna Snædal, læknir og formaður vísindasiðanefndar
13.15 Alma D. Möller, landlæknir
13.30 Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands
13.45 Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar
14.00 Karl Andersen, hjartalæknir og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands
14.15 Unnur A. Valdimarsdóttir, prófessor við miðstöð í lýðheilsuvísindum, Læknadeild Háskóla Íslands
14.30 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar
14.45 Henry A. Henrysson, heimspekingur og varaformaður vísindasiðanefndar bregst við framsöguerindum og stjórnar pallborði
15.00-16.00 Pallborðsumræða