Fréttir
34.-36. fundir EDPB; yfirlýsing vegna dóms Evrópudómstólsins í Schrems II o.fl.
Vegna Covid-19 faraldursins hafa fundir Evrópska persónuverndarráðsins farið fram í gegnum fjarfundarbúnað frá því í apríl. Í stað mánaðarlegra funda skipti ráðið yfir í vikulega fjarfundi. Í júlí hafa verið haldnir þrír slíkir fundir. Áætlað er að ráðið haldi fjarfundi út september í það minnsta.
Að venju voru fjölmörg atriði á dagskrá ráðsins, en þau helstu voru:
- Yfirlýsing vegna dóms Evrópudómstólsins í máli nr. C-311/18 (Schrems II), sem ógilti ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB um friðhelgisskjöld (e. Privacy Shield)
- Útgáfa svara við algengum spurningum um dóm Evrópudómstólsins í Schrems II
- Leiðbeiningar um samspil annarrar tilskipunarinnar um greiðsluþjónustu (e. Second Payment Services Directive) og GDPR