Fréttir
30.-33. fundir EDPB; yfirlýsing vegna opnunar landamæra og samvirkni rakningarforrita o.fl.
Vegna Covid-19 faraldursins hafa fundir Evrópska persónuverndarráðsins farið fram í gegnum fjarfundarbúnað frá því í apríl. Í stað mánaðarlegra funda skipti ráðið yfir í vikulega fjarfundi. Í júní hafa verið haldnir fjórir slíkir fundir. Áætlað er að ráðið haldi fjarfundi út júlí í það minnsta.
Að venju voru fjölmörg atriði á dagskrá ráðsins, en þau helstu voru:
- Yfirlýsing vegna takmarkana á réttindum einstaklinga í tengslum við neyðarástand
- Svar við opnu bréfi NYOB, samtaka sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, varðandi samvinnu persónuverndarstofnana og samræmingarkerfisins.
- Yfirlýsing vegna vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við opnun landamæra á Schengen-svæðinu
- Yfirlýsing vegna samvirkni rakningarforrita