Umsagnir
Umsögn um frumvarp til laga um niðurlagningu úrskurðarnefnda á sviði siglingamála
Umsögn um frumvarp til laga um niðurlagningu úrskurðarnefnda á sviði siglingamála
Persónuvernd vísar til bréfs samgöngunefndar, dags. 15. nóvember sl., þar sem óskað er umsagnar Persónuverndar um frumvarp til laga um niðurlagningu úrskurðarnefnda á sviði siglingamála, 258. mál (þskj. 261 á 133. löggjafarþingi.)
Í frumvarpinu er lagt til að tvær sjálfstæðar úrskurðarnefndir á sviði siglingamála, farbannsnefnd og úrskurðarnefnd siglingamála, verði lagðar niður og kæruheimild vegna ákvarðana Siglingastofnunar Íslands fluttar til samgönguráðuneytisins. Persónuvernd gerir ekki athugasemdir við efni frumvarpsins sjálfs, enda er aðeins um að ræða breytingu á skipulagi í stjórnsýslu.