Leyfisveitingar

Fyrirsagnalisti

Ættartengsl skilanefndarmanna; leyfisumsókn

Persónuvernd hefur svarað erindi manns sem óskaði eftir leyfi til að nota ættfræðigagnagrunn til að rannsaka hugsanleg ættartengsl milli manna. Eins og á stóð taldi Persónuvernd ekki verða séð að leyfi stofnunarinnar þyrfti til þessa.

Veitt leyfi og tilkynningar í desember 2012

Í desember 2012 voru samtals veitt 18 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 28 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.

Nýtt starfsleyfi Creditinfo til vinnslu upplýsinga um lögaðila

Persónuvernd hefur gefið Creditinfo Lánstrausti nýtt starfsleyfi til vinnslu upplýsinga um lögaðila. Að því er skilmála varðar er vísað til reglugerðar nr. 246/2001.

Veitt leyfi og tilkynningar í nóvember 2012

Í nóvember 2012 voru samtals veitt 12 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 48 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.

Veitt leyfi og tilkynningar í október 2012

Á tímabilinu ágúst og september 2012 voru samtals veitt 7 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 85 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.

Veitt leyfi og tilkynningar í ágúst og september 2012

Á tímabilinu ágúst og september 2012 voru samtals veitt 11 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 68 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.

Leiðbeinandi álit og nýtt starfsleyfi fyrir Creditinfo Lánstraust hf.

Persónuvernd hefur gefið leiðbeinandi álit á vinnslu persónuupplýsinga í Skuldastöðukerfi og í skránni Vog. Þar er m.a. fjallað um hverjir séu ábyrgðaraðilar, um fræðsluskyldu og aðrar skyldur ábyrgðaraðila. Persónuvernd hefur einnig veitt fyrirtækinu nýtt starfsleyfi. Það er með öðru móti en fyrri leyfi. Er lagt til grundvallar að lögmæti vinnslu ráðist af tilviksbundnu mati. Heimil er vinnsla upplýsinga sem hafa verið löglega birtar í opinberum auglýsingum, þó ekki um endanlega samþykkta greiðsluaðlögun. Dragi maður í efa áreiðanleika upplýsinga um sig þarf hann ekki sjálfur að leggja fram skrifleg gögn máli sínu til sönnunar. Einnig segir að þegar áskrifandi fletti manni upp á vanskilaskrá skuli láta hann vita af því.

Leiðbeinandi álit og nýtt starfsleyfi fyrir Creditinfo Lánstraust hf.

 

Persónuvernd hefur gefið leiðbeinandi álit á vinnslu persónuupplýsinga í Skuldastöðukerfi og í skránni Vog. Þar er m.a. fjallað um hverjir séu ábyrgðaraðilar, um fræðsluskyldu og aðrar skyldur ábyrgðaraðila.Persónuvernd hefur einnig veitt fyrirtækinu nýtt starfsleyfi. Það er með öðru móti en fyrri leyfi. Er lagt til grundvallar að lögmæti vinnslu ráðist af tilviksbundnu mati. Heimil er vinnsla upplýsinga sem hafa verið löglega birtar í opinberum auglýsingum, þó ekki um endanlega samþykkta greiðsluaðlögun. Dragi maður í efa áreiðanleika upplýsinga um sig þarf hann ekki sjálfur að leggja fram skrifleg gögn máli sínu til sönnunar. Einnig segir að þegar áskrifandi fletti manni upp á vanskilaskrá skuli láta hann vita af því.

 

Síða 6 af 10


Var efnið hjálplegt? Nei